Erlent

Ábendingar frá nágrönnum leiddu til handtöku HIV-smitaðs manns

Upp komst um HIV smitaðan mann sem smitaði ungar stúlkur í Svíþjóð eftir ábendingar frá nágrönnum. Þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Nágrannarnir urðu varir við kynlífsmyndir af manninum og barnungum stúlkum á heimili hans. Eins tóku þeir eftir miklu magni HIV - lyfja og lyfseðla, drógu þá ályktun að hann væri smitaður og tilkynntu lögreglu. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa viljandi smitað eina stúlku en lögreglan hefur nöfn 130 annarra stúlkna undir höndum sem hann hefur haft samband við í gegnum netið.

Maðurinn lokkaði stelpurnar meðal annars til sín með því að bjóðast til að aðstoða þær fjárhagslega. Stúlkurnar eru flestar fæddar á árumum 1986-1990. Maðurinn hefur gengið með smitið í 15 ár en rannsókn lögreglu beinist aðallega að athæfi hans á árunum 2003 -2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×