Erlent

Sarkozy efast um afturhvarf til Kalda stríðsins

Sarkozy á fréttamannafundinum í Heiligendamm í dag.
Sarkozy á fréttamannafundinum í Heiligendamm í dag. MYND/AFP

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði við fréttamenn á leiðtogafundi G8 ríkjanna í Heiligendamm í Þýskalandi í dag, að hann hefði enga trú á því Vladimir Putin, forseti Rússlands, vildi snúa aftur til tíma Kalda stríðsins.

„Alþjóðsamfélagið hefur ekki náð svona langt til þess eins að snúa aftur til Kalda stríðsins." sagði Sarkozy þegar hann var spurður um deilu Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfið sem fyrirhugað er að reisa í Póllandi og Tékklandi á næstunni. Putin hótaði því í síðustu viku að hann myndi beina eldflaugum Rússa að skotmörkum í Evrópu ef eldflaugavarnarkerfið yrði sett upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×