Erlent

Sendiherra afhendir blóðpeninga

Óli Tynes skrifar
Kristie Kenney sendiherra (th) afhendir verðlaunaféð.
Kristie Kenney sendiherra (th) afhendir verðlaunaféð.

Sendiherra Bandaríkjanna á Filipseyjum mætti í dag með skjalatöskur troðfullar af peningum til þess að verðlauna fjóra múslima. Þeir gáfu upplýsingar sem leiddu til þess að tveir leiðtogar Abu Sayyaf hryðjuverkasamtakanna voru drepnir.

Mennirnir fjórir skiptu með sér tíu milljónum dollara. Þeir voru með svartar hettur yfir höfðinu til þess að þeir þekktust ekki.

Kristie Kenney, sendiherra, sagði að hún myndi stolt bæta við tíu milljónum dollara handa hverjum þeim Filipseyingi sem gæfi upplýsingar sem "tryggðu öryggi okkar hinna."

Abu Sayyaf samtökin eru tengd al Kæda. Þau eru sökuð um mörg mannskæð hryðjuverk. Meðal annars um sprengjuárás á ferju í grennd við Manilla árið 2004. Yfir 100 manns fórust í því tilræði.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×