Erlent

Taktu rútu druslan þín

Óli Tynes skrifar
Eins gott að dressa sig upp fyrir SAS.
Eins gott að dressa sig upp fyrir SAS.

Hinn 26 ára gamli Tom Sogheim fékk kaldar kveðjur þegar hann flaug með SAS flugfélaginu frá Osló til heimabæjarins Bodö síðastliðinn sunnudag. Tom var í götóttum gallabuxum, skeggjaður og með rasta-hárgreiðslu. Flugþjónn í SAS vélinni lét hann heyra að þetta væri sko ekki útlit sem þeir kærðu sig um.

Farþegum í næstu sætum fannst flugþjónninn ganga svo langt að þeir höfðu samband við norska blaðið Aftenposten, sem kannaði málið. SAS hefur nú beðið Tom afsökunar og leggur áherslu á að engar reglur séu um klæðaburð faraþega í vélum félagsins.

Tom er samt að hugsa um að taka lestina næst þegar hann fer að heiman. Flugþjónninn mun hafa gefið í skyn að ef menn klæddu sig eins og umrenningar ættu þeir að ferðast með járnbrautarlestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×