Erlent

Íslendingar áberandi í Stokkhólmi

Guðjón Helgason skrifar
MYND/365

Íslendingar gerðu sig gildandi á götum Stokkhólms í dag en karlalið Íslendinga og Svía í knattspyrnu mætast þar í undankeppni EM á morgun. Upphitunarhátíð var haldin á Norrmalstorgi um miðjan dag þar sem keppt var í ýmsum aflraunaþrautum. Magnús Ver Magnússon hafði veg og vanda af keppninni, sem var opin almenningi. Meðan aflraunir voru þreyttar glöddu eldri meðlimir í karlakórnum Fóstbræðrum eyru áhorfenda.

Síðdegis hófust svo tónleikar við Berzelii garð þar sem fólk fær að heyra eitthvað íslenskt. Stuðmenn, Björgvinn Halldórsson, KK og Ragnheiður Gröndal skemmta og búa landann og Svía undir tuðruspark morgundagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×