Miðar á Evrópu verði ekki hætt við Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 18:30 Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, á blaðamannafundi í Moskvu í gær. MYND/AP Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Það er engu líkara en kalt stríð sé aftur skollið á milli vesturs og austurs. Eldflaugavarnarskjöldurinn sem Bandaríkjamenn ætla sér að reisa í Póllandi og radarkerfið sem á að koma upp í Tékklandi hafa valdið Pútín hugarandri og hann hefur ekki farið dult með það. Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að stjórnvöld í Moskvu myndu grípa til hefndaraðgerða eins og hann kallaði það ef ráðamenn í Washington héldu áformum sínum til streitu. Bandarísk stjórnvöld segja mikilvægt að koma upp kerfi sem þessu í ríkjunum tveimur til að verjast mögulegri kjarnorkuógn frá Íran og Norður-Kóreu. Pútín segir hvorki Írana né Norður-Kóreumenn eiga eldflaugar af þeirri gerð sem kerfið sé hannað til að verjast. Það bendi til þess að kerfið sé sett upp til að verjast Rússum. Auk þess verði kerfið þannig upp sett að það nái til rússnesks landsvæðið allt að Úralfjöllum. Forsetinn sagðist vona að ráðamenn í Washington sæju að sér en ef ekki yrðu Rússar að búa til og reisa eigið kerfi sem svar við því bandaríska. Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera í gær bætti forsetinn svo um betur og gaf þar til kynna að Rússar kynnu að svara með því að beina kjarnorkuvopnum sínum að Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna. Rússar gerðu í síðustu viku tilraunir með stýriflaugar og skotflaugar sem geta borið marga kjarnaodda. Það er því ljóst að fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Þýsalandi í vikunni verður áhugaverður. Þar hittir Pútín Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hafa þeir nú um margt að ræða. Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Það er engu líkara en kalt stríð sé aftur skollið á milli vesturs og austurs. Eldflaugavarnarskjöldurinn sem Bandaríkjamenn ætla sér að reisa í Póllandi og radarkerfið sem á að koma upp í Tékklandi hafa valdið Pútín hugarandri og hann hefur ekki farið dult með það. Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að stjórnvöld í Moskvu myndu grípa til hefndaraðgerða eins og hann kallaði það ef ráðamenn í Washington héldu áformum sínum til streitu. Bandarísk stjórnvöld segja mikilvægt að koma upp kerfi sem þessu í ríkjunum tveimur til að verjast mögulegri kjarnorkuógn frá Íran og Norður-Kóreu. Pútín segir hvorki Írana né Norður-Kóreumenn eiga eldflaugar af þeirri gerð sem kerfið sé hannað til að verjast. Það bendi til þess að kerfið sé sett upp til að verjast Rússum. Auk þess verði kerfið þannig upp sett að það nái til rússnesks landsvæðið allt að Úralfjöllum. Forsetinn sagðist vona að ráðamenn í Washington sæju að sér en ef ekki yrðu Rússar að búa til og reisa eigið kerfi sem svar við því bandaríska. Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera í gær bætti forsetinn svo um betur og gaf þar til kynna að Rússar kynnu að svara með því að beina kjarnorkuvopnum sínum að Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna. Rússar gerðu í síðustu viku tilraunir með stýriflaugar og skotflaugar sem geta borið marga kjarnaodda. Það er því ljóst að fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Þýsalandi í vikunni verður áhugaverður. Þar hittir Pútín Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hafa þeir nú um margt að ræða.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira