Erlent

Putin segir eldflaugavarnarkerfi auka líkur á kjarnorkuátökum

Jónas Haraldsson skrifar
MYND/AFP

Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna mundi auka líkurnar á kjarnorkuátökum í framtíðinni. Rússar hafa miklar áhyggjur af kerfinu og segja það skekkja valdajafnvægið í Evrópu. Þeir prófuðu síðan nýjar eldflaugar í vikunni og sögðu að þær kæmust í gegnum hvaða varnarkerfi sem er.

Bandaríkjamenn segjast vera að setja kerfið upp til þess að verjast árásum frá Íran en Rússar líta á það sem ógn við eigið öryggi.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að kerfinu væri ekki beint gegn Rússum. Hún benti hins vegar á að besta leiðin til þess að friðþægja þá væri að hafa þá með í ráðum.

Leiðtogar Bandaríkjanna, Rússlands og Þýskalands verða allir á leiðtogafundi G8 ríkjanna sem fram fer rétt hjá Rostock í Þýskalandi í næstu viku en mikil mótmæli hafa verið þar í dag vegna fundarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×