Erlent

Uppreisnarmenn í Nígeríu boða vopnahlé

Uppreisnarmenn í Nígeríu buðu í morgun stjórnvöldum þar í landi vopnahlé í einn mánuð. Þeir ætla í viðræður við ný stjórnvöld og vonast til þess koma sínum skilaboðum á framfæri á friðsamlegan hátt. Uppreisnarmennirnir berjast fyrir auknu sjálfstæði svæða við ósa Níger en þar er mikil olía. Ættbálkum þar finnst sem að svindlað hafi verið á þeim og þeir ekki fengið nógu stóran hluta af ágóða vegna olíunnar. 

Nýkjörinn forseti Nígeríu, Umaru Yar'Adua, hefur sett málið í forgang og segist ætla að gera allt í sínu valdi til þess að leysa deiluna. Fyrr í dag slepptu uppreisnarmennirnir sex mönnum úr haldi. Síðustu 18 mánuði hefur um 180 starfsmönnum olíufyrirtækja verið rænt á svæðinu en uppreisnarmennirnir segja fyrirtækin snuða heimamenn og aðstoða stjórnvöld við að halda þeim niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×