Erlent

2.000 óbreyttir borgarar látið lífið í maí

MYND/AFP
2.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í Írak það sem af er maí. Þetta eru hæstu tölur síðan að hertar öryggisaðgerðir voru settar í gang í febrúar síðastliðnum. Vígamenn sprengdu upp brú norður af Bagdad í morgun og 10 létust og 30 særðust í árásum í Bagdad.

Fram að þessu hafði dauðsföllum í Írak fækkað. Átök á milli trúarhópa virðast vera að aukast á ný og talið er að það sé helsta ástæða fjölgunarinnar. Í upphafi átaks Bandaríkjamanna voru um tíu morð tilkynnt á hverjum degi vegna átaka trúarhópa. Í dag eru þ au um 30 á dag.

Talsmenn Bandaríkjahers segja að aukningin sé tímabundin og lýsi ekki heildarþróuninni í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×