Erlent

Hvetur Tyrki til þess að sýna stillingu

Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hvatti í dag tyrknesk stjórnvöld til þess að senda ekki hersveitir í norðurhluta Íraks en talið er að þar haldi kúrdískir aðskilnaðarsinnar sig. Al-Maliki sagði að ofbeldi væri ekki rétta leiðin til þess að takast á við vandamálin.

Í morgun átti hann í viðræðum við leiðtoga Kúrda á svæðinu vegna málsins. Tyrkir hafa verið að færa hersveitir til í kringum landamæri ríkjanna undanfarna daga. Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, sagði nýverið að hann væri sammála hernum að aðgerða væri þörf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×