Erlent

Frakkar vilja senda herlið til Tsjad

Frakkar íhuga nú að biðja aðildarlönd í Evrópusambandinu um að senda allt að 12.000 hermenn til Tsjad til þess að aðstoða flóttamenn frá Darfúr-héraði Súdan. Talsmaður franska utanríkisráðuneytsins staðfesti í morgun að það væri að reyna að safna utanríkisráðherrum G8 ríkjanna, auk þess kínverska, fyrir viðræður um ástandið í Darfúr. 

Frakkar hafa miklar áhyggjur af því að átökin í Darfúr gætu breiðst út til Tsjad, sem er fyrrum nýlenda þeirra. Um 400.000 flóttamenn eru í austurhluta Tsjad, sem liggur við Súdan. Helmingur þeirra kemur frá Darfúr. Evrópusambandið hefur áður sent hermenn til Afríku í þeim tilgangi að stöðva átök og aðstoða flóttamenn. Þá voru 1.500 hermenn sendir til Búnía í austurhluta Kongó (Austur-Kongó).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×