Erlent

Mótmælendur fjölmenna til Rostock vegna G8 fundar

Jónas Haraldsson skrifar
Mótmælendur í Rostock klæddir upp sem leiðtogar G8 ríkjanna.
Mótmælendur í Rostock klæddir upp sem leiðtogar G8 ríkjanna. MYND/AFP

Mótmælendur komu sér fyrir í þýsku borginni Rostock í morgun til þess að mótmæla fundi G8 ríkja sem fram fer í Heiligendamm, smáþorpi rétt hjá Rostock, í byrjun næstu viku. Lögregla býst við allt að 100.000 mótmælendum en 40 samkomur á þeirra vegum verða haldnar víðsvegar um borgina um helgina. Búist er við því að mótmælin fari friðsamlega fram.

Mótmælendurnir koma hvaðanæva að og berjast fyrir mismunandi málum. Þeirra á meðal eru femínistar, kirkjuhópar, umhverfisverndarsinnar, fólk á móti alþjóðavæðingu og þeir sem segja að kapítalismi auki á fátækt í þróunarlöndum. Lítið var um vandræði í Rostock í nótt þrátt fyrir hinn gífurlega fjölda sem er þegar kominn til borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×