Erlent

Lucy in the Sky er fundin

Óli Tynes skrifar
Kápan á Sgt. Peppers
Kápan á Sgt. Peppers

Bresk kona sagði í dag að hún hafi verið innblástur Johns Lennons  að laginu Lucy in the Sky with Diamonds. Margir aðdáendur Bítlanna hafa talið að nafnið hafi verið lítt dulin lofgjörð um ofskynjunarlyfið LSD. Vegna þess var skífan ritskoðuð í mörgum íhaldssamari löndum og laginu um Lucy sleppt. Það var t.d. gert víða í Asíu.

Hin 43 ára gamla Lucy O'Donnell sagði hinsvegar í viðtali á BBC að hún hafi verið bekkjarsystir Julians Lennons árið 1967. Þau hafi teiknað myndir hvort af öðru. Þann dag hafi Lennon komið með bílstjóranum sem sótti Julian í skólann. Julian hafi sýnt föður sínum myndina og sagt; "Þetta er Lucy in the Sky with Diamonds."

Lucy segir að þau Julian hafi verið góðir vinir og leikið sér saman. Meðal annars skvett málningu hvort á annað í teiknitímum, kennaranum til mikils hryllings.

Lucy in the Sky with Diamonds var á safndiskinum "Sgt. Peppers Lonly Hearts Club Band," sem á fertugsafmæli í dag. Hvorki Julian né aðrir tengdir Bítlunum hafa enn tjáð sig um fullyrðingar Lucy O'Donnell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×