Erlent

Bush hvetur til langtímamarkmiða gegn hlýnun jarðar

MYND/Getty

Bandaríkjamenn hvetja þjóðir heims að samþykkja langtímaáætlun gegn losun gróðurhúsalofttegunda. George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag stefna á fund með 14 öðrum þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum. Þeirra á meðal eru nokkur þróunarlönd. Með fundinum vill Bush setja markmið sem hamla hlýnun jarðar.

Bandaríkin hafa verið sökuð um að takast ekki á við vandamálið. Þeir samþykktu meðal annars ekki Kyoto samkomulagið sem lagði línur um heftun á losun gastegunda til ársins 2012.

Bush sagði í dag að Bandaríkin tækju hlýnun jarðar alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×