Erlent

Dvergurinn og mannránið

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Það er óneitanlega grunsamlegt að sjá manneskju lokaða í skotti bíls.
Það er óneitanlega grunsamlegt að sjá manneskju lokaða í skotti bíls. MYND/Getty Images

Lögreglan í Bremen í norðurhluta Þýskalands setti af stað meiriháttar aðgerð þegar kona  tilkynnti um mannrán. Hún varð vitni að því þegar „ungur drengur“ var læstur í skotti bíls sem ekið var af stað. Lögreglan setti þegar upp vegatálma og sendi út eftirlitsbíla. Þegar bíllinn fannst kom í ljós að um var að ræða dverg sem var bifvélavirki.

Hann hafði komist upp á lag með að finna hvar bilun var út frá hljóðum sem hann greindi í skotti bílsins. Bifvélavirkinn hafði beðið ökumanninn að keyra með sig um hverfið svo hann gæti fundið hvaðan hringlkennt hljóð kom.

Lögreglan staðfesti að konan hefði hringt eftir að hún sá atburðinn af svölunum hjá sér. Ökumaðurinn, sem var eigandi bílsins, hafði beðið dverginn að laga bílinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×