Erlent

Norskar konur drykkfelldari en aðrar

Óli Tynes skrifar
Norskar konur eru tíðir gestir í ÁTN.
Norskar konur eru tíðir gestir í ÁTN.

Norskar konur eru drykkfelldari en aðrar konur á Vesturlöndum. Þar er meðal annars kennt um að jafnrétti hefur aukist milli karla og kvenna í Noregi, og norskar konur taka nú meiri þátt í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku lýðheilsustöðvarinnar.

Samkvæmt skýrslunni eru færri bindindiskonur í Noregi en í til dæmis Bandaríkjunum, Svíþjóð og Þýskalandi. Og þeim fækkar stöðugt. Árið 1966 voru 22 prósent norskra kvenna bindindiskonur en árið 2004 var talan komin niður í 15 prósent.

Það er nú að verða jafn algengt að konur fái sér í glas og karlar. Eyvindur Horverak, hjá lýðheilsustöðinni segir að ástæðan sé meðal annars aukið jafnrétti milli kynjanna og að konur taki meiri þátt í atvinnulífinu en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×