Erlent

Vísindaveiðar Japana fordæmdar

Jónas Haraldsson skrifar
Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti í morgun tillögu sem fordæmir vísindahvalveiðar Japana. Japanar veiða nærri 1.000 hvali á ári hverju í vísindaskyni. Miklar og hatrammar umræður urðu um málið á þinginu. Stór hluti meðlima neitaði að greiða atkvæði og sagði atkvæðagreiðsluna ólöglega. Ísland var þar á meðal.

Engu að síður var samþykkt ályktun um að ávíta umhverfisverndarsamtök sem reyndu að hindra aðgerðir Japana við Suðurskautið. Það var í eina skiptið sem að einhver sátt náðist á þingi Alþjóðahvalveiðiráðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×