Erlent

Forseti Bólivíu í götufótbolta

Forseti Bólivíu, Evo Morales, tók þátt í götufótbolta í gær til þess að mótmæla banni FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, við því að spila knattspyrnuleiki hátt yfir sjávarmáli. Morales sagði að ef hann og ráðherrar hans gætu spilað 2.500 metra yfir sjávarmáli ættu bestu leikmenn heims einnig að geta það.

Ákvörðun FIFA hefur ekki aðeins áhrif á Bólivíu. Ákveðnir leikvandar í Ekvador go Kólumbíu verða einnig bannaðir. Læknar landsliðsins í Ekvador sögðu ef að knattspyrna yrði bönnuð í ákveðinni hæð yfir sjávarmáli ætti einnig að banna hana á láglendi þar sem mikill hiti og raki réðu ríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×