Erlent

Hart tekist á í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Tillaga um alþjóðlegt griðasvæði í Suður-Atlantshafinu handa hvölum var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í gær. Lönd frá Suður-Ameríku báru tillöguna fram en hún hefði stækkað núverandi griðasvæði þeirra. Á fundi hvalveiðiráðsins er líka tekist harkalega á um frumbyggjaveiðar. Hvalveiðar Íslendinga voru ekkert nefndar á fundinum.

Grænlendingar vilja auka kvóta sinn en það hefur mætt harðri gagnrýni. Japanir hafa einnig viljað auka kvóta í strandbæjum en margir meðlimir ráðsins telja að með auknum frumbyggjaveiðum sé verið að brjóta gegn banni um hvalveiðar í hagnaðarskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×