Erlent

Spánverjar vilja fjársjóðsgull

Spánverjar hófu í gærkvöldi málarekstur gegn bandarísku fyrirtæki sem nýverið fann sokkinn spænskan fjársjóð undan ströndum Englands. Skipið sem fjársjóðurinn fannst í er talið vera spænskt og vera frá sautjándu öld. Bandaríska fyrirtækið Odyssey hefur þegar náð sautján tonnum af silfur- og gullpeningum úr skipsflakinu.

Sagt er að þetta sé jafnvel stærsti fjársjóðsfundur allra tíma. Talsmenn Odyssey neita því að hafa brotið alþjóðleg lög og segjast hafa fundið flak skipsins á alþjóðlegu hafsvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×