Erlent

Þið munið gleyma 11. september

Óli Tynes skrifar
Adam Gadahn hótar Bandaríkjunum.
Adam Gadahn hótar Bandaríkjunum.

Bandarískur talsmaður al-Kæda hefur hótað Bandaríkjunum verri árás en gerð var 11. semptember , ef Bush forseti kalli ekki bandarískar hersveitir heim frá öllum ríkjum múslima. Adam Gadahn hefur komið fram á mörgum myndböndum sem talin eru komin frá al-Kæda, síðan árið 2005. Hann er Bandaríkjamaður af Gyðingaættum sem snerist til múslimatrúar. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir föðurlandssvik og fer huldu höfði.

Í nýju myndbandi sem hann sendi frá sér í gær talar hann beint til Georges Bush forseta. Hann setur fram kröfur sem hann segir að ekki sé hægt að semja um. Al-Kæda semji ekki við stríðsglæpamenn og barnamorðingja.

Meðal krafna sem hann setur fram er að allir hermenn bandamanna verði kvaddir heim frá ríkjum múslima. Bandaríkin hætti öllum stuðningi við Ísrael og að öllum múslimum verði sleppt úr fangelsi. Ef þetta verði ekki gert muni Bandaríkjamenn upplifa skelfingar sem fái þá til þess að gleyma árásinni 11. september, gleyma Írak og gleyma Afganistan.

Myndbandið með Gadahn er framleitt hjá og merk fyrirtækinu As-Sahab. Það hefur sérhæft sig í um og frá al-Kæda á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×