Erlent

Ögurstund í Taílandi í dag

Hersveitir taka sér stöðu í og við höfuðborgina Bangkok í morgun.
Hersveitir taka sér stöðu í og við höfuðborgina Bangkok í morgun. MYND/AFP

Hæstiréttur Taílands úrskurðar í dag um hvort banna eigi tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins. Úrkskurðurinn myndi einnig koma í veg fyrir að leiðtogar þeirra komi nálægt stjórnmálum á ný. Herinn tók völdin í Taílandi í blóðlausri byltingu í september á síðasta ári.

Flokkarnir tveir eru sakaðir um að hafa haft rangt við í kosningunum á stuttu á undan. Þegar herinn tók völdin lofaði hann kosningum fyrir lok þessa árs og almenn ánægja ríkti með aðgerðir hans. Þróun mála hefur þó ýtt undir óánægju almennings og ekki hjálpar að efnahagur landsins hefur átt erfitt uppdráttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×