Erlent

Fyrirlesurum rænt í Bagdad

Óli Tynes skrifar
Fjármálaráðuneytið í Bagdad.
Fjármálaráðuneytið í Bagdad.

Byssumenn í lögreglubúningum rændu að minnsta kosti þrem erlendum fyrirlesurum og lífvörðum þeirra í Bagdad í morgun. Vitni sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að mönnunum hafi verið rænt í fjármálaráðuneytinu í hjarta höfuðborgarinnar. Talið er að þeir séu bandarískir sérfræðingar sem hafa verið að kenna starfsfólki ráðuneytisins hvernig á að gera rafræna samninga.

Vitnið segir að maður í einkennisbúningi majórs í lögreglunni hafi farið fyrir mannræningjunum. Hann hafi ruðst inn í fundarsalinn og hrópað; "Hver eru útlendingarnir, hvar eru útlendingarnir." Fjórði fyrirlesarinn slapp frá mannræningjunum, þar sem hann sat langt frá félögum sínum.

Bandaríska sendiráðið hefur ekki tjáð sig um þetta mál, en fjármálaráðuneytið í Írak hefur staðfest að fyrirlesurunum hafi verið rænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×