Erlent

Dæmdur til dauða vegna spillingar

Stjórnvöld í Kína dæmdu í morgun fyrrum yfirmann matvæla- og lyfjastofnunar landsins til dauða vegna spillingar. Óvenjulegt er að svo háttsettir félagar í kommúnistaflokknum séu dæmdir til dauða. Venjan er að þeir fái lífstíðarfangelsi.

Zheng Xiaoyu var dæmdur fyrir að taka við um 100 milljónum íslenskra króna í mútur og samþykkja í staðin hin ýmsu lyf. Sum þeirra voru gölluð og leiddu til dauða þeirra sem þau tóku. Þá sögðu stjórnvöld að þau ætluðu sér að rannsaka öll læknaskírteini sem gefin voru út í tíð Zheng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×