Erlent

Spænska lögreglan gerir hryðjuverkaáhlaup

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Fimmtán manns sem grunaðir eru um að vera nýliðar í íslömskum baráttusamtökun voru handteknir í röð áhlaupa Spænsku lögreglunnar í dag.

Um 100 manns hafa verið handteknir á Spáni vegna gruns um tengsl við hryðjuverk frá árinu 2004 þegar mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í fjórum lestum í Madrid.

Flestir voru handteknir í íbúð í Barcelona en lögreglan gerði einnig áhlaup í Malaga og bæ skammt suður af Madrid.

Mennirnir voru flestir frá Marocco, en tveir Alsírbúar eru í hópnum. Þeir eru grunaðir um að hafa reynt að bera út boðskap um heilagt stríð og slá dýrðarljóma á öfgatrú Íslam. Hópurinn mun hafa tengst mismunandi hryðjuverkasamtökum í Norður Afríku og Írak.

Hald var lagt á ýmis skjöl, dagbækur og tölvugögn sem innihéldu boðskap um heilagt stríð. Þá voru GSM símar mannanna haldlagðir.

Frá árinu 2004 þegar lestarsprengjur grönduðu 191 í Madríd hefur spænska lögreglan handtekið yfir 100 grunaða íslamska öfgamenn. Í þeim aðgerðum hafa meðal annars komið í ljós áform um að sprengja hæstarétt í Madrid. Nú standa yfir réttarhöld yfir mönnunum 29 sem grunaðir eru um árásirnar í Madrid. Hryðjuverkasamtök Al Kaída eru talin standa á bakvið þær.

Öryggi hefur verið hert í norðurhluta landsins þar sem fjöldi múslima er töluverður.

Fréttaskýrendur segja aðgerðirnar hins vegar ekki lýsa aðvofandi hættu á hryðjuverkum á Spáni. Mun meiri nýliðun hafi verið hjá íslömskum öfgahópum vegna Afghanistan og Bosníu á níunda og tíunda áratugnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×