Stjórnmálakreppunni afstýrt 27. maí 2007 13:00 Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í margar vikur, eða allt frá því í aprílbyrjun þegar Jústjsenkó forseti leysti upp þing landsins, að sögn vegna ólöglegra tilburða Janukovits forsætisráðherra til að sölsa þar undir sig öll völd. Þeir hafa síðan karpað um hvenær halda skuli nýjar þingkosningar og með hverjum árangurslausum fundinum hefur ólgan í landinu vaxið. Spennan náði nýjum hæðum í gær þegar Jústsjenkó setti herlið innanríkisráðuneytisins í viðbragðsstöðu eftir enn einn fund þeirra Janukovits en degi áður hafði hann tekið yfir stjórn þess, forsætisráðherranum til mikillar gremju. Öllum að óvörum tókst hins vegar þessum fornu fjendum að komast að samkomulagi á tólf klukkustunda löngum fundi í nótt um að boða til kosninga 30. september næstkomandi. Á blaðamannafundi að fundinum loknum lýsti Jústsjenkó því yfir að stjórnmálakreppan væri afstaðin og samkomulag hefði náðst sem báðir aðilar sættu sig við. Léttara var yfir íbúum Kænugarðs í dag en marga undanfarna daga en flestir gera sér þó grein fyrir að enn á eftir að ráðast að rót deilu þeirra félaga, í besta falli er hægt að kalla samkomulagið gálgafrest. Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í margar vikur, eða allt frá því í aprílbyrjun þegar Jústjsenkó forseti leysti upp þing landsins, að sögn vegna ólöglegra tilburða Janukovits forsætisráðherra til að sölsa þar undir sig öll völd. Þeir hafa síðan karpað um hvenær halda skuli nýjar þingkosningar og með hverjum árangurslausum fundinum hefur ólgan í landinu vaxið. Spennan náði nýjum hæðum í gær þegar Jústsjenkó setti herlið innanríkisráðuneytisins í viðbragðsstöðu eftir enn einn fund þeirra Janukovits en degi áður hafði hann tekið yfir stjórn þess, forsætisráðherranum til mikillar gremju. Öllum að óvörum tókst hins vegar þessum fornu fjendum að komast að samkomulagi á tólf klukkustunda löngum fundi í nótt um að boða til kosninga 30. september næstkomandi. Á blaðamannafundi að fundinum loknum lýsti Jústsjenkó því yfir að stjórnmálakreppan væri afstaðin og samkomulag hefði náðst sem báðir aðilar sættu sig við. Léttara var yfir íbúum Kænugarðs í dag en marga undanfarna daga en flestir gera sér þó grein fyrir að enn á eftir að ráðast að rót deilu þeirra félaga, í besta falli er hægt að kalla samkomulagið gálgafrest.
Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira