Erlent

Jabba og Jóda mættu á svæðið

Þrjátíu ár eru um þessar myndir frá því að fyrsta Stjörnustríðskvikmyndin var frumsýnd og af því tilefni komu þúsundir aðdáenda myndanna saman í Los Angeles í Bandaríkjunum. Litríkar persónur úr myndunum létu sig ekki vanta á svæðið og geislasverðum var brugðið á loft.

Stjörnustríðskvikmyndirnar sex skipa sérstakan sess í kvikmyndasögunni og óhætt er að fullyrða að fáar bíómyndir eiga sér jafn trygga aðdáendur og einmitt þær. Hluti þeirra lagði leið sína á samkomuna í Los Angeles, til að berja persónur á borð við R2D2, Jóda, C3PO og Jabba jöfur. Sumir drógu jafnvel geislasverð úr slíðrum og sýndu hvernig nota ætti sjálfan máttinn. Og eins og sjá má er StarWars-aðdáendahlutverkið eiginlega bara lífstíll út af fyrir sig.

Eigendur sölubása voru þó sjálfsagt í besta skapinu í gær því fyrir gallharða aðdáendur er ekkert sem viðkemur Stjörnustríði of dýrt til að festa kaup á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×