Erlent

Skriðuföll í Kína kosta 21 lífið

Að minnsta kosti 21 hefur látið lífið í miklum skriðuföllum í vestanverðu Kína undanfarinn sólarhring. Miklar rigningar hafa geisað á þessum slóðum og því hefur los komist á jarðveg og heilu fjallshlíðarnar farið af stað. Þannig létust tólf manns þegar aurskriða færði þorp í kaf í Sichuan-héraði. Þrjú þúsund húsum skolaði á brott í skriðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×