Erlent

Enn ósamið í kjaradeilu SAS

Verkfall Svíþjóðararms SAS hófst í gær.
Verkfall Svíþjóðararms SAS hófst í gær. MYND/AP

Ekki er útlit fyrir að verkfall flugliða hjá Svíþjóðararmi SAS-flugfélagsins leysist um hádegisbilið eins og vonast hafði verið til og því er útlit fyrir að flug þess liggi áfram niðri að minnsta kosti fram á mánudag. Talsmaður stéttarfélags flugliðanna sagði í samtali við dagblaðið Dagens Nyheter í morgun að ekki verði skrifað undir neina samninga fyrr en búið sé að finna lausn sem báðir deilendur geti sætt sig við. Verkfall sænsku flugliðanna hófst í gær og þá féllu niður yfir þrjú hundruð flugferðir. Þeir krefjast bættra vinnuskilyrða, t.d. lengri matar- og hvíldartíma. Þeir segjast hafa gengist undir verri kjör á sínum tíma þegar afkoma félagsins var afar slæm en nú þegar hún hefur batnað vilja flugliðarnir einnig fá bót á sínum kjörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×