Erlent

Ráðherra tekinn höndum

Ísraelar hafa haldið loftárásum áfram á Gaza í morgun.
Ísraelar hafa haldið loftárásum áfram á Gaza í morgun. MYND/AP

Ísraelskar hersveitir réðust inn í hús í Jenín á Vesturbakkanum í morgun og tóku þar fastan einn af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar, án nokkurra skýringa. Þetta er í annað skipti á þremur dögum sem Ísraelar handtaka palestínskan ráðherra því í fyrradag var menntamálaráðherrann tekinn höndum ásamt tugum háttsettra liðsmanna Hamas. Þá héldu ísraelskar herþotur áfram loftárásum á Gaza í morgun sem í það minnsta fjórir létu lífið í. Ísraelar segja árásirnar svar við ítrekuðum flugskeytaárásum yfir landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×