Erlent

Forsætisráðherra í þriðja kjörtímabil í röð

Guðjón Helgason skrifar

Allt útlit er fyrir að Berti Ahern verði forsætisráðherra Íralands þriðja kjörtímabilið í röð. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að fylking undir forystu Fianna Fáil, flokks Aherns, hafi fengið tæp 45% atkvæða en bandalag mið og vinstri flokka tæp 37%. Kosið var í gær. Ekki er búist við lokatölum fyrr en í byrjun næstu viku.

Ríkistjórn Aherns hefur verið við völd frá kosningum 1997 og hefur hagvöxtur verið góður á þeim tíma. Stjórnarflokkarnir hafa þó verið gagnrýndir fyrir að bæta ekki opinbera þjónustu nægilega mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×