Erlent

Verkfall á Nyhedsavisen

Óli Tynes skrifar
Frá ritstjórn Nyhedsavisen.
Frá ritstjórn Nyhedsavisen. MYND/Alda Lóa

Blaðamenn á Nyhedsavisen í Danmörku lögðu í dag niður vinnu vegna brottrekstrar átta samstarfsmanna. Það sem helst fer fyrir brjóstið á blaðamönnunum er að útgefendurnir lögðu þagnarskyldu á trúnaðarmenn starfsmanna og neituðu að tjá sig eða semja um uppsagnirnar.

Í yfirlýsingu frá blaðamönnunum segir að þeim finnist ekki ásættanlegt að trúnaðarmenn séu settir til hliðar með þessum hætti og geti ekki gætt hagsmuna umbjóðenda sinna. Þannig hafi ekki reynst mögulegt að semja um uppsagnirnar, til dæmis með því að einhverjir hættu sjálfviljugir störfum.

Blaðamennirnir ætla að hefja vinnu aftur á morgun. Nyhedsavisen er í eigu Dagsbrún Media Fond, sem er aftur í eigu 365 fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×