Erlent

Fimmti dagur átaka hefst í Líbanon

Enn er barist í flóttamannabúðunum Nahr al-Bared í útjaðri Trípóli í Líbanon. Hávær skothríð heyrist ennþá koma frá þeim. Þúsundir hafa flúið ástandið og sest að í nærliggjandi búðum. Erfitt hefur verið að koma neyðaraðstoð til þeirra sem á henni þurfa að halda vegna skothríðar.

Forsætisráðherra Líbanon, Fouad Siniora, sagði í gær að stjórn hans myndi ekki lúta í lægra haldi fyrir hryðjuverkamönnum og að endir yrði bundinn á átökin hið fyrsta. Siniora kallaði samtökin Fatah al-Islam, sem hafa barist gegn stjórnarhernum, glæpamenn sem skýldu sér á bak við íslam og palestínska málstaðinn. Fimm dagar eru síðan átökin hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×