Erlent

Bush: Krítískur tími fyrir Írak

MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við því að komandi vikur og mánuðir yrðu krítískir fyrir velgengni nýrrar öryggisáætlunar fyrir Írak. Bush talaði við fréttamenn í Hvíta húsinu og sagði síðustu hermenn sem sendir verða til Íraks til að fylgja áætluninni eftir myndu fara þangað um miðjan júní. Hörð átök myndu halda áfram í Írak á þessum tíma.

Bush fagnaði málamiðlun sem náðist við þingið um að veita fjármagn til stríðsins án skilyrða. Kosið verður um frumvarpið í fulltrúa-og öldungadeild í dag. Forsetinn sagði samkomulagið endurspegla samhljóma álit um að íraska stjórnin þurfi að sýna framfarir ef Bandaríkjamenn eigi að halda stuðningi sínum og fórnum áfram fyrir þjóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×