Erlent

SAS fellir niður flug á morgun

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/SAS

Skandinavíska flugfélagið SAS tilkynnti í dag að öll flug frá sænskum flugvöllum yrðu felld niður á morgun vegna verkfalls flugliða. Sænska verkalýðsfélagið HTF sagði að um 800 hundruð flugliðar sem staðsettir eru í Svíþjóð færu í verkfall frá og með morgundeginum. Laun-og vinnuaðstæður eru meðal ágreiningsefna, auk matar- og hvíldartíma.

Flugfélagið svaraði með því að segjast loka á áhafnirnar frá 28. maí ef félagið stæði við hótanir sínar. Viðræðum við HTF yrði haldið áfram og fyrirtækið myndi ákveða með áætlanir laugardagsins á morgun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×