Erlent

Eldarnir slökktir í Björgvin

Búið er að slökkva olíueldana sem kviknuðu eftir mikla sprengingu í Björgvin í Noregi í morgun. Ekki varð neitt manntjón en tíu slökkviliðsmenn fengu vott af reykeitrun. Tjónið er talið nema um 200 milljónum íslenskra króna. Sprengingin varð í geymi sem verið var að gera við. Leki kom að þrem öðrum geymum en slökkviliðsmönnum tókst að verja þá fyrir eldunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×