Erlent

Gassprenging í námu í Síberíu

Frá námuslysi í námu á svipuðum stað í febrúar á þessu ári.
Frá námuslysi í námu á svipuðum stað í febrúar á þessu ári. MYND/AFP

Gassprenging varð í námu í Síberíu í nótt. 217 námuverkamenn voru inni í námunni þegar sprengingin átti sér stað. Rúmlega 150 hefur þegar verið bjargað en hinir eru enn inni í námunni. Enn sem komið er eru fjórtán dauðsföll staðfest. Náman er á svipuðu svæði og náman sem sprakk í Síberíu í mars síðastliðnum.

Þá létust 110 námuverkamenn í sams konar slysi. Öryggi í rússneskum námum er oft ábótavant. Námuverkamenn í Rússlandi fá oft borgað eftir því hversu mikið magn þeir vinna úr námunum. Því er algengt að þeir slökkvi á búnaði sem mælir gasmagn í námunni svo þeir geti unnið meira úr henni og fengið meira borgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×