Erlent

Eldflaugavarnir í A-Evrópu skaðlegar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Putin hefur engan áhuga á samvinnu við Bandaríkin um fullkomlega skaðlegt eldflaugavarnarkerfi
Putin hefur engan áhuga á samvinnu við Bandaríkin um fullkomlega skaðlegt eldflaugavarnarkerfi

Rússar hafa engan áhuga á samvinnu við Bandaríkin vegna áforma þeirra um að koma upp eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. Vladimir Putin forseti Rússlands sagði ekkert nýtt vera í áætlunum Bandaríkjamanna og þeim hefði ekki tekist að fullvissa Rússa um nauðsyn varnanna eða samvinnu. Skoðun Rússa sé sú að varnarkerfið sé fullkomlega skaðlegt.

Sergei Ivanov aðstoðarforsætisráðherra Rússa sagði í dag að Rússar færu ekki í samvinnu við aðra gegn sjálfum sér. Skýring Bandaríkjamanna á nauðsyn varnanna væri ekki að skapi Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×