Erlent

Rússar segja Bandaríkin brjóta alþjóðalög

Rússar sögðu í morgun að bandaríska þingið hefði brotið alþjóðalög í gær þegar það samþykkti lög gegn verðsamráði olíuframleiðanda. Samkvæmt nýju lögunum geta bandarískir dómstólar sótt mál gegn OPEC, samtökum olíuframleiðenda, í bandaríkjunum. Hingað til hafa samtökin notið friðhelgi gagnvart bandarískum lögum.

Hvíta húsið hefur þegar hótað að beita neitunarvaldi gegn lögunum þar sem það segir að þau gætu leitt til hærra verðs á olíu og takmarkað aðgang Bandaríkjanna að olíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×