Erlent

Bretar ræða við Rússa um hugsanlegt framsal

Bretar halda í dag áfram viðræðum við Rússa um mögulegt framsal á Andrei Lugovoy, sem ákærður er fyrir að hafa eitrað fyrir Alexander Litvinenko. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar myndu gera allt sem þeir gætu í málinu. Rússar hafa hins vegar bent á að stjórnarskrá þeirra heimili ekki að framselja Rússa til annarra landa.

Þeir hafa þó bent á að hægt sé að rétta yfir honum í Rússlandi með sönnunargögnum frá Bretlandi. Lugovoy hefur neitað öllum ásökunum Breta og segist vera vitni í málinu en ekki sakborningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×