Erlent

Sprenging í Tyrklandi

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Björgunarmenn í Ankara að störfum
Björgunarmenn í Ankara að störfum MYND/AFP

Sprengja sprakk í Ankara höfuðborg Tyrklands nú fyrir stundu. Fréttastofa CNN hefur eftir borgarstjóranum í Ankara að fjórir hafi látist í sprengingunni sem varð við inngang verslunarkjarna í Ulus hverfi. 56 munu vera særðir. Ulus hverfið er þekkt fyrir markaði. Þar safnast jafnan fjöldi ferðamanna saman.

Fyrstu fréttir frá lögreglu hermdu að um slys hafi verið að ræða, en nú telja menn að um sprengu hafi verið að ræða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×