Erlent

Spá óvenju virku fellibyljatímabili

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images

Yfirvöld í Bandaríkjunum spá því að komandi fellibyljatímabil verði virkara en í meðalári, með um 13 til 17 storma, þar af sjö til tíu sem verði að fellibyljum. Af þeim verði þrír til fimm afar sterkir, eða í flokk þrjú, þar sem vindhviður eru um 180 km á klukkustund.

Það er sjávar- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna sem spáir fyrir um tímabilið.

Um það bil 11 stormar verða á meðal-fellibyljatímabili þar sem sex fara upp í þriðja flokk, þar af tveir sterkir fellibylir.

Tímabilið er vanalega frá 1. ágúst til októberloka.

Eftir fellibylina Katrinu og Ritu árið 2005 var óttast að síðasta sumar yrði slæmt, en áhrif veðurfyrirbrigðisins El Nino virtist draga úr styrkleika stormanna.

Óvenjumargir fellibylir gengu yfir Bandaríkin það ár. Tímabilið endaði ekki fyrr en í desember og þurfti að grípa til gríska stafrófsins til að gefa nýjum stofmum nafn þegar búið var að nota upp alla stafi í stafrófinu.

 

 

Um fimmtán hundruð manns létust í fellibylnum Katrinu, sem var þriðji mannskæðasti bylur í Bandaríkjunum á eftir Galveston sem felldi átta til 12 þúsund manns árið 1900 og stormi í Flórída sem kostaði 2,500 manns lífið árið 1928.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×