Erlent

Alitalia fellir niður 400 flug

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/AFP

Ítalska flugfélagið Alitalia hefur fellt niður næstum 400 flug í dag vegna verkfalls flugliða og flugumferðarstjóra. Verkfallið tekur til bæði innan- og utanlandsflugs og stendur til klukkan 15 í dag að íslenskum tíma. Deila stendur milli aðilanna og flugfélagsins vegna kjarasamninga.

Aðallega er deilt um fjölda flugliða í áhöfn og hvíldartíma milli fluga.

Fjöldi evrópskra flugfélaga hafa einnig fellt niður flug til Ítalíu í dag vegna verkfalls flugumferðarstjóranna.

Verkföll, samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og hátt eldsneytisverð hafa þjakað ítalska flugfélagið upp á síðkastið.

Um það bil 30 flug voru felld niður í gær vegna aðgerðanna samkvæmt fréttavef BBC. Þá fóru flugfliðar í verkfall 3. maí síðastlinn sem varð til þess að fella þurfti niður 350 flug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×