Erlent

Ísraelar segja engan yfirmann Hamas óhultan

Jónas Haraldsson skrifar
Olmert á ferðalagi um Sderot í gær. Hann hefur verið undir miklum þrýstingi þar sem hann þykir ekki bregðast nógu hart við eldflaugaárásunum.
Olmert á ferðalagi um Sderot í gær. Hann hefur verið undir miklum þrýstingi þar sem hann þykir ekki bregðast nógu hart við eldflaugaárásunum. MYND/AFP
Að minnsta kosti sex manns létu lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna í gærkvöldi. Þá sögðu Ísraelar að enginn yfirmaður Hamas væri óhultur fyrir loftárásum.

Ein kona lést í ísraelska landamærabænum Sderot og er hún fyrsta fórnarlamb nýrrar eldflaugaherferðar Palestínumanna. Talið er líklegt að reiði Ísraela eigi eftir að aukast vegna þess. Utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni, segir ástandið algjörlega óviðunandi.

Átök á milli Palestínumanna og Ísraela hafa verið að aukast jafnt og þétt undanfarna daga. Á sama tíma hafa hinar ráðandi fylkingar í Palestínu átt í innbyrðisdeilum. Ráðamenn þeirra, Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu og einn af leiðtogum Hamas, hafa átt í miklum erfiðleikum með að hafa stjórn á vígamönnum sínum undanfarnar vikur. Háttsettur embættismaður í Ísrael sagði síðan í nótt að jafnvel Haniyeh væri ekki óhultur fyrir loftárásum ísraelska hersins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×