Erlent

Litla hafmeyjan með höfuðklút

Litla hafmeyjan, styttan fræga í Kaupmannahöfn, var á sunnudaginn komin í múslimskan klæðnað. Hún var íklædd kjól og bar slæðu um höfuð. Lögregla fjarlægði klæðnað hennar eftir ábendingu vegfarenda.

Styttan af Litlu hafmeyjunni hefur orðið fyrir ýmiss konar afskiptasemi, meðal annars hefur hún fjórum sinnum verið afhausuð og alloft útötuð málningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×