Erlent

Carter gagnrýnir Bush harkalega

Fyrrum forseti Bandaríkjanna, Jimmy Carter, sagði í viðtali um helgina að utanríkisstefna George W. Bush væri sú versta í sögu Bandaríkjanna. Þá sagði hann Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafa gert hvað sem Bush vildi að hann gerði, án nokkurrar gagnrýni.

Hvíta húsið svaraði gagnrýni Carters ekki beint en sagði hann og hans álit ekki skipta miklu máli. Carter hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×