Erlent

Ísrael verður ekki þurrkað út af landakaortinu -Íran

Óli Tynes skrifar
Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans.
Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans.

Utanríkisráðherra Írans sagði í dag að ekki sé hægt að þurrka neitt land út af landakortinu. Manouchehr Mottaki sagði að ekki ætti að skilja orð forseta Írans í þá veru sem hótun gagnvart Ísrael. Mottaki lét þessi orð falla á blaðamannafundi í Jórdaníu.

Mahmoud Ahmadinejad, forseti, Írans olli miklu uppnámi árið 2005 þegar hann sagði að það ætti að þurrka Gyðingaríkið út af heimskortinu.

Mottaki sagði að hvert skólabarn vissi að það sé ekki hægt að fjarlægja land af landakorti. "Við erum ekki að tala um innrás í nokkurt land." Mottaki ítrekaði þó að án réttlætis gæti ekkert friðarsamkomulag bundið enda á deilur Ísraela og Palestínumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×