Erlent

Irwing hent út af bókamessu

Óli Tynes skrifar

Breski sagnfræðingurinn David Irwing var rekinn út af alþjóðlegri bókamessu í Varsjá, höfuðborg Póllands í dag. Þar ætlaði hann að kynna bækir sínar. Irwing er einkum þekktur fyrir að neita því að helför Gyðinga hafi átt sér stað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 2005 var hann handtekinn fyrir þær sakir í Austurríki og sat eitt ár í fangelsi.

Aðstandendur messunnar í Varsjá segja að bækur og upplýsingar um Irwing hafi ekki verið sendar til Varsjár fyrr en nokkrum klukkustundum áður en skilafrestur rann út. Því hafi verið lítill tími til að bregðast við.

Starfsmenn hafi hinsvegar beðið hann um að yfirgefa svæðið þegar messan var opnuð. Þeir hafi hjálpað honum að pakka saman dóti sínu og ekið honum að heimilisfangi sem hann gaf upp. Irwing segist ætla að vera áfram í Póllandi í nokkra daga og heimsækja meðal annars Auschwitz útrýmingarbúðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×