Erlent

Þing Kasakstan fjarlægir takmarkanir á kjörtímabil forseta

Þingið í Kasakstan samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta að fjarlægja takmarkanir á hversu mörg kjörtímabil forseti landsins, Nursultan Nazarbayev, getur verið við völd.

Aðeins einn þingmaður greiddi atkvæði á móti tillögunni sem forseti landsins á enn eftir að samþykkja. Nazarbayev hefur verið við völd síðan árið 1989 en hann leiddi landið til sjálfstæðis árið 1991. Núverandi kjörtímabil hans endar árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×