Erlent

Rússar meina Kasparov að mótmæla

Rússneska lögreglan kom í morgun í veg fyrir að leiðtogar stjórnarandstöðuhópa gætu farið og mótmælt á leiðtogafundi Evrópusambandsins og Rússlands. Á meðal mótmælenda var skákmeistarinn Garry Kasparov. Hópurinn var stöðvaður á flugvellinum í Moskvu.

Flugvallarlögregla sagði að tölvukerfi þeirra vildi ekki samþykkja flugmiða Kasparovs og annarra mótmælenda. Kasparov sagði að ástandið í Rússlandi væri engu betra en í Zimbabwe eða Hvíta-Rússlandi, sem Evrópusambandið kallar síðasta einræðisríkið í Evrópu. Tveimur vestrænum fréttamönnum, sem áttu að fljúga með stjórnarandstöðuhópnum, var einnig meinað að fljúga á leiðtogafundinn vegna sams konar vandamála með miða þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×